Bálfarafélag Íslands

Fyrir nýja, umhverfisvæna og óháða bálstofu á Íslandi

Tilgangur

Að opna umræðuna um fyrirkomulag bálfara á Íslandi og styðja við stofnun sjálfstæðrar bálstofu sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en öllum opin.

Markmið

Að bálstofa Trés lífsins, athafnarými og fyrsti Minningagarður landsins, þar sem aska fólks er gróðursett ásamt tré, rísi í Rjúpnadal í Garðabæ.

Gildi

Við viljum opna umræðu um fyrirkomulag bálfara og annarra valkosta við lífslok þar sem virðing er borin fyrir ólíkum lífsgildum og vali einstaklingsins.

Tilurð félagsins

Bálfarafélag Íslands var stofnað þann 6.júlí 2021 með það markmið að styðja opnun nýrrar, umhverfisvænnar og óháðrar bálstofu á Íslandi. 

Brýn þörf er á nýrri bálstofu og með stofnun Bálfarafélags Íslands hinu nýja, hefur Bálfarafélag Íslands sem starfaði á árunum 1934-1964 verið endurvakið.

Stofnendur Bálfarafélags Íslands vilja opna umræðuna um fyrirkomulag bálfara á Íslandi, rétt eins og þeir frumkvöðlar sem voru hvatamenn að stofnun bálstofunnar í Fossvogi gerðu á sínum tíma.

Lesa meira um hið nýja Bálfarafélag Íslands

Staðsetning skipulagssvæðis í Rjúpnadal

Saga Bálfarafélags Íslands 1934-1964

Bálfarafélag Íslands var stofnað þann 6.febrúar 1934 að frumkvæði Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldisins (1944-1952) og Dr. Gunnlaugs Claessens, læknis. Sveinn var helsti hvatamaður þess að lög um líkbrennslu voru samþykkt á Alþingi árið 1915. Bálfarafélag Íslands var ekki stofnað fyrr en um tveimur áratugum síðar og vann að stofnun Bálstofunnar í Fossvogi sem var gangsett árið 1948.

Tilgangur félagsins var að: 

Lesa meira…

Upprunalegt félag var stofnað 1934

Spurningar og svör

Tilgangur félagsins er að opna umræðuna um fyrirkomulag bálfara á Íslandi og styðja við stofnun sjálfstæðrar bálstofu sem er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum en öllum opin. Eingöngu er um félagasamtök að ræða og enginn atvinnurekstur verður hjá félaginu.

Félagsaðild er opin öllum lögráða einstaklingum sem styðja tilgang félagsins.

Félagsgjald er 1.900 kr á ári.

Skráning í félagið

Bálfarafélag Íslands er endurvakið til þess að fræða almenning um núverandi fyrirkomulag bálfara á Íslandi, sögu bálfara á Íslandi og hvers vegna breytinga er þörf á þessum vettvangi.

Mikilvægt er að skapa fylkingu að baki þessari umræðu til þess að ná eyrum stjórnvalda.

Opinn kynningafundur var haldinn fimmtudaginn 23.september 2021 þar sem Bálfarafélag Íslands var kynnt ásamt Tré lífsins og fólkinu á bakvið verkefnin. Góðar umræður sköpuðust og má nálgast upptöku frá fundinum hér.

Að baki Bálfarafélagi Íslands stendur fólk sem umhugað er um að fleiri valkostir séu í boði við lífslok, sem er umhugað um að lífsskoðanir og valfrelsi hins látna séu virt og sem er umhugað um náttúruna og umhverfi okkar. 

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir er forman Bálfarafélags Íslands en hún er stofnandi Trés lífsins- bálstofu og Minnningagarða ses. sem mun opna óháða bálstofu með fjölnota athafnarými og fyrsta Minningagarðinn á Íslandi í Rjúpnadal í Garðabæ. 

Í stjórn sitja ásamt Sigríði Bylgju:

Halla Kolbeinsdóttir, Lilja Baldursdóttir, Sigurjón Már Guðmannsson og Berglind Sigurjónsdóttir.